Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Vissu í mörg ár að hann tengdist morðinu

27 ár eru liðin frá því að rapparinn Tupac Shakur, eða 2pac, var skotinn til bana í Las Vegas í Nevadaríki í Bandaríkjunum vegna deilna milli glæpagengja. Lögreglan hefur lengi þekkt atburðarrásina sem leiddi til morðsins en hefur loks undir höndunum næg sönnunargögn til þess að ákæra mann fyrir morðið.

Greint var frá því í gær að Duane „Keffe D“ Davis hafi verið handtekinn í tengslum við morðið, en nú hefur hann einnig verið ákærður fyrir það. Var hann handtekinn tveimur mánuðum eftir að húsleit fór fram á heimili hans. Hann verður dreginn fyrir dóm í næstu viku.

Duane Davis sat í framsætinu á bílnum sem úr var …

Duane Davis sat í framsætinu á bílnum sem úr var skotið þegar Shakur var myrtur. AFP

Davis er nú 60 ára gamall en lögreglan hefur í mörg ár verið meðvituð um tengsl hans við morðið. Hann hefur t.a.m. sjálfur stært sig af því að hafa verið átt frumkvæðið að morðtilrauninni á Shakur og Marion „Suge“ Knight, sem var þá forstjóri Death Row Records, framleiðslufyrirtæki Shakurs.

„Við teljum það mjög líklegt að hann sé ábyrgur fyrir morðinu á Tupak Shakur, og að hann verði sakfelldur fyrir morð með notkun lífshættulegs vopns,“ sagði saksóknarinn Marc DiGiacomo í réttarsal í Nevadaríki í gær.

Myrtur fyrir að berja frænda Davis

Shakur var þegar orðinn afar vinsæll tónlistarmaður þegar hann lést, aðeins 25 ára gamall, þann 7. september árið 1996. Hann seldi meira en 75 millj­ón­ir platna um all­an heim og var tek­inn inn í frægðar­höll rokks­ins árið 2017.

Rapparinn var á samningi hjá framleiðslufyrirtækinu Death Row Records, sem var tengt glæpagenginu Mob Piru. Þá hafði Mob Piru lengi átt í erjum við annað glæpagengi, að nafni Southside Compton Crips, sem Davis tilheyrði.

DiGiacomo saksóknari sagði í gær að þegar Shakur var drepinn hafði hann verið í Las Vegas ásamt Knight þar sem þeir höfðu horft á Mike Tyson slást. Eftir slaginn rákust þeir á frænda Davis og réðust á hann.

Veggmynd af rapparanum Tupac Shakur í Los Angeles.

Veggmynd af rapparanum Tupac Shakur í Los Angeles. AFP

„[Davis] gerði áætlun um að hefna sín,“ sagði saksóknarinn og bætir við að hann hafi þá aflað sér skotvopns í gegn um kunningja sem hann þekkti úr eiturlyfjaviðskiptum.

„Hann stígur síðan í Cadillac og færir einum, af þeim tveimur sem voru í aftursætinu, 40 kalíbera Glock-skammbyssuna,“ sagði saksóknarinn.

Síðan hafi hópurinn lagt af stað þar til hann fann rappmógúlana tvo á rauðu ljósi á götu í Las Vegas.

„Þeir lögðu við hliðina á bílnum og farþegi í aftursætinu skaut fjölda skota úr bifreiðinni, sem lentu í höfðinu á Knight og í Shakur nokkrum sinnum,“ sagði DiGiacomo. Shakur lést nokkrum dögum seinna á spítala en Knight lifði það af.

Átti fumkvæði að morðinu

Saksóknarinn segir að lögregluyfirvöld hafi lengi verið fullmeðvituð um það sem gerðist þetta kvöld, en skortur hafi veri á sönnunargögnum sem gætu leitt rannsóknina á næsta stig.

Fyrstu sönnunargögnin gerðu þó vart við sig þegar Davis, gaf út sjálfsævisöguna „Compton street legend“ og ræddi um glæpinn í sjónvarpsþætti, en hann er sennilega eini maðurinn sem var í bílnum þetta örlagaríka kvöld og er enn á lífi í dag.

DiGiacomo segir að hann hafi viðurkennt að hafa verið í fremra farþega sætinu í Cadillac-bílnum þegar rapparinn var myrtur og að hann hafi sjálfur átt frumvæðið að morðtilrauninni.

Rígurinn á milli austur- og vesturstrandarinnar

Á sínum tíma spilaði Tupac lykilhlutverk í frægum ríg milli rappara á austurströnd og vesturströnd Bandaríkjanna. Hann fæddist í New York en flutti til Kaliforníu sem unglingur og varð fljótt einn frægasti rappari í hipp-hopp-senu vesturstrandarinnar.

Christopher Wallace, betur þekktur sem rapparinn The Notorious BIG (eða Biggie), var skotinn til bana hálfu ári eftir að Shakur var myrtur, en Wallace var af vesturströndinni.

Notorious B.I.G.

Notorious B.I.G.

Hægfara rannsókn málsins hefur fengið mikla gagnrýni og hafa margir ásakað lögregluna um að reyna ekki nógu vel að finna þá sem myrtu þessa ungu svörtu menn.

Yfirlögregluþjónn í Las Vegas sagði að svo væri þó ekki satt.

mbl.is