Mynd af lögbýlunum 2.250 sem treysta á tekjur af laxveiðum. Þar má sjá jarðir á Hornströndum.

Heildarfjöldi stangveiddra laxa sumarið 2023 var um 32.300 fiskar, sem var um 25 % minnkun frá 2022 og 22 % undir meðalveði áranna frá 1974 að því er kemur fram í frétt Hafrannsóknastofnunar

Veiðin 2023 var um 9.000 löxum minni en hún var 2022.

Í öllum landshlutum nema á Norðurlandi eystra var minni veiði í ám. Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði (veitt og sleppt).

Laxveiði í ám sem byggir á veiði á sleppingum gönguseiða var alls um 6.950 laxar.

Það er um 4.000 löxum minna en veiddist 2022 þegar 10.553 laxar veiddust. 

Heildarstangveiði villtra laxa árið 2023 er um 20.500 laxar. Það er um 14,6 % minnkun frá 2022 og næst minnsta stangveiði sem verið hefur. Aðeins árið 2019 var lægra mat á fjölda villtra stangveiddra laxa.

Tölur um veiði á villtum laxi í stangveiði eru teknar saman með því að draga frá seiðasleppingar til hafbeitar og áætlaðan fjölda endurveiddra laxa (veitt og sleppt).

Almennt hefur dánartala laxa í sjó í Norður Atlantshafi farið vaxandi en ástæður þess eru ekki þekktar.