Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Edda handtekin en synirnir neituðu að fara

Edda Björk Arnardóttir, sem nam syni sína þrjá á brott frá Nor­egi í óþökk föður þeirra, var handtekin fyrr í dag. Henni hefur þó verið sleppt eftir að aðfarargerð á heimili þeirra var frestað eftir að synir hennar neituðu að fara. Stjúpfaðir drengjanna var líka handtekinn. Þetta herma heimildir mbl.is.

Edda nam syni sína brott í mars síðasta ári og hafa þeir búið hjá henni á Íslandi síðan. Faðir­inn er ís­lensk­ur en hef­ur búið í Nor­egi um ára­bil og bjó öll fjöl­skyld­an þar áður en Edda og barns­faðir henn­ar skildu. Norsk­ur dóm­stóll úr­sk­urðaði að dreng­irn­ir skyldu hafa lög­heim­ili hjá föður sín­um og að hann skyldi einn fara með for­sjá þeirra.

Fyrr á þessi ári staðfesti Lands­rétt­ur dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur, að syn­irn­ir skyldu tekn­ir úr um­sjá Eddu og þeir færðir aft­ur til föður síns í Nor­egi, þvert gegn vilja sín­um. Hef­ur Edda þó kært niður­stöðu ís­lenskra dóm­stóla til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu en bíður enn niður­stöðu um hvort málið verði tekið fyr­ir eða ekki.

Edda vildi semja við yfirvöld

Viðmælandi mbl.is, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að Edda hafi verið að semja við yfirvöld um að framkvæmd aðfarargerðarinnar í samstarfi við drengina og að þeir fengju þá sjálfir að tjá sig um þessa stóru ákvörðun í þeirra lífi.

Dreng­irn­ir, tví­bur­ar á þrett­ánda ári og tíu ára bróðir þeirra, hafa all­ir greint skýrt frá því í sam­töl­um við dóm­kvadd­an mats­mann að þeir vilji búa hjá móður sinni á Íslandi og kom það fram í mati sál­fræðings fyr­ir dómi að það gæti valdið drengj­un­um van­líðan og kvíða að vera færðir aft­ur til föður síns.

Óviss um hvenær lögreglan snýr aftur

Þrír lögreglubílar mættu á vettvang fyrir utan heimili fjölskyldunnar síðdegis í dag og lögregluaðgerðir stóðu yfir í rúma tvo tíma. Þá var einnig lokað fyrir umferð við götuna.

Lögreglan er nú farin af vettvangi þar sem aðfarargerðinni var frestað eftir að synir hennar neituðu að gefa sig á hendur lögreglu.

Þá var Eddu og stjúpföður drengjanna sleppt en þau sitja nú heima í geðshræringu, óviss um það hvenær lögreglan kemur aftur.

mbl.is