Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Sigríður Hagalín fékk táknræna gjöf frá móður sinni

Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður á RÚV og rithöfundur var ein fjölmargra kvenna sem mætti á Arnarhól í gær í tilefni Kvennaverkfalls. Sigríður mætti ásamt dóttur sinni, Auði Hagalín Guðmundsdóttur, 15 ára og móður sinni, Kristínu Hagalín Ólafsdóttur.

Í færslu á Facebook rifjar Sigríður upp að hún mætti einnig ásamt móður sinni fyrir 48 árum síðan, þegar Sigríður var eins árs. Í gær færði móðir hennar Sigríði síðan táknræna gjöf í tilefni dagsins.

„Við mamma mættum á kvennafrídaginn 1975 (hún dökkhærð með svört, smart gleraugu, ég með hvíta húfu) og myndin af okkur var prentuð á plötuumslagið á Áfram stelpur. Ég var hrikalega montin af því að vera á þessari mynd þegar ég var lítil – og er enn í dag! Og í dag lokaðist hringurinn þegar mamma gaf mér plötuna, og við fórum saman á Arnarhól með Auði og sungum Áfram stelpur. Baráttunni er enn ekki lokið eftir öll þessi 48 ár, en við gefumst aldrei upp!“