Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Ræddu saman eftir afsögnina

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson ræddu saman eftir að sá síðarnefndi tilkynnti um afsögn sína. Þegar það gerðist var Sigurður Ingi ekki upplýstur um endanlega ákvörðun Bjarna.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við forystumenn ríkisstjórnarflokkanna á vettvangi Dagmála sem tekið var upp í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Hröð atburðarás

Segir Sigurður Ingi að í þessu samtali hafi þeir farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnarinnar í kjölfar atburðanna. Hann segist þó skilja vel að atburðarásin hafi verið hröð og ekki endilega ráðrúm til þess að fylgja málinu eftir með símtali áður en til blaðamannafundar kom.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson hafði upplýst Katrínu Jakobsdóttur, formanns þriðja samstarfsflokksins í ríkisstjórninni, um ákvörðun sína áður en hann tilkynnti hana.

Viðtalið við oddvita ríkisstjórnarflokkanna má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is