Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Á annan tug sagt upp hjá Rapyd

Á annan tug starfsmanna hefur verið upp hjá fjártæknifyrirtækinu Rapyd. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu er greint frá skipulagsbreytingunum en fram kemur að frá kaupum Rapyd á Valitor árið 2002 hefur verið unnið að því að aðlaga starfsemina að breyttum áherslum og sameina rekstur Rapyd Europe og starfseminnar á Íslandi sem hafa verið rekin sem tvö aðskilin félög.

„Ein af forsendum fyrir samruna félaganna var samkomulag Rapyd við Samkeppniseftirlitið um að Rapyd myndi selja frá sér umtalsverðan hluta af samningum við söluaðila á Ísland til þriðja aðila. Þar sem þessum stóru umbreytingaverkefnum er nú svo gott sem lokið, hefur Rapyd tekið ákvörðun um að aðlaga starfsmannafjölda félagsins, sem felur í sér fækkun stöðugilda,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Heimildir DV herma að 17 starfsmenn hafi fengið uppsagnarbréf. Ekki er um hópuppsögn að ræða því að í lagalegum skilningi þyrfti fyrirtækið að segja upp yfir 10% starfsmanna sinna til að flokkast á þann hátt. Eftir breytingarnar eru starfsmenn fyrirtækisins 170 á Íslandi.