Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Meistaradeildin: Dortmund vann í Newcastle – Haaland opnaði markareikning sinn þetta árið

Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld þar sem hart var barist. Newcastle tapaði á heimavelli og er sá riðill opinn upp á gátt.

Erling Haaland skoraði sitt fyrsta mark í keppnini í í naunum sigri City.

E-riðill:

Í E-riðili var Atletico Madrid í heimsókn hjá Celtic í Glasgow. Leikurinn var afar jafn en heimamenn komust í tvígang yfir í leiknum, það voru hins vegar Antonie Griezmann og svo Alvaro Morata sem sáu um að jafna fyrir Atletico í leiknum.

Í hinum leiknum í riðlinum vann Feyenoord sannfærandi sigur á Lazio. Hollenska liðið er á toppi riðilsins með sex stig, Atletico er með fimm stig og Lazio er með fjögur. Celtic er neðst með eitt stig.

F-riðill:

Í F-riðlinum var Borussia Dortmund í heimsókn hjá Newcastle í leik sem var mikilvægur fyrir bæði lið, þar skoraði Felix Nmecha eina mark leiksins og Dortmund vann sigur.

Í hinum leiknum vann PSG góðan sigur á AC Milan. PSG er með sex stig, Dortmund og Newcastle eru með fjögur stig og AC Milan er með tvö stig.

Haaland fagnar í kvöld.
Getty Images

G-riðill:

Í G-riðili vann Manchester City mjög nauman sigur á nokkuð slöku liði Young Boys í Sviss. Manuel Akanji skoraði eitt og Erling Haaland skoraði tvö  í 1-3 sigri. Í hinum leiknum vann Leipzig sigur á Rauðu stjörnunni.

City er með níu stig í riðlinum, Leipzig er með sex stig en hin liðin með eitt stig hvort.

H-riðill:

Í H-riðili heldur Barcelona áfram sigurgöngu sinni og vann liðið 2-1 sigur á Shaktar Donets á heimavelli í kvöld þar sem Ferran Torres skoraði fyrsta markið.

Barcelona er með níu stig en Porto er með sex stig eftir mjög sannfærandi sigur á Royal Antwerp frá Belgíu.