Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Þungur dómur gæti beðið Everton ef félagið verður sakfellt í vikunni

Enska úrvalsdeildin fer fram á það að tólf stig verði dregin af Everton verði félagið dæmt fyrir að hafa brotið reglur um fjármögnun félaga.

Rannsókn um það hefur farið fram undanfarið en málið var tekið fyrir af óháðum dómstóli á dögunum.

Everton mætti fyrir dómstólinn í síðustu viku en félagið er sakað um að hafa farið á svig við þær reglur sem gilda um fjármögnun félaga.

Búist er við niðurstöðu frá þessum óháða dómstóli í þessari viku.

Enska úrvalsdeildin vill að hart verði tekið á málinu og að tólf stig verði tekin af Everton, verði félagið sakfellt í málinu.

Væri þá Everton með mínus fimm stig í deildinni og ljóst að það gæti orðið nokkur brekka fyrir Sean Dyche að halda félaginu í deildinni.

Enski boltinn á 433 er í boði