Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

„Enginn á að reikna með auð­veldum leik á móti okkur“

Fjórði leikhluti var bölvað bras hjá Stjörnunni framan af. Þær voru að skjóta illa fyrir utan og virtust vera að missa tökin á leiknum. Hvað var það sem small svo að lokum að mati Auður Ólafsdóttur, þjálfara liðsins?

„Þetta er bara liðsheildin og varnarleikurinn hjá henni Kollu [Kolbrún María Ármannsdóttir, innsk. blm] var alveg gjörsamlega frábær á útlendinginn. Þær missa út Hesseldal og við gerðum sjúklega vel á Kanann þeirra.“

Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur var spurður að því fyrir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi upplegg að mæta nýliðum. Hann þvertók fyrir það en sennilega reiknuðu leikmenn Njarðvíkur með aðeins auðveldari leik en raunin varð.

„Ég vil bara segja að enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur. Við ætlum að halda tempói. Við erum ungar og ferskar og keyrum svolítið á hraðanum. Það sást í dag að það skilaði okkur mjög góðum sigri hér í dag.“

Stjarnan komst í gegnum allan fjórða leikhluta og megnið af framlengingunni með fjórar villur svo að ferðir Njarðvíkinga á vítalínuna voru ekki sérlega tíðar. Auður sagði að mikill hraði og liðsheild hefði skilað þeim þessum öfluga varnarleik.

„Þetta eru bara frábærar stelpur. Þær gera þetta allt fyrir hver aðra. Allar æfingar eru svona hátt tempó. Það er gjörsamlega frábært að þjálfa þennan hóp og vera hluti af þessu. Efnilegar stelpur sem eru klárlega framtíðar landsliðsmenn.“

Það hlýtur að gefa liðinu smá egó búst að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni?

„Að sjálfsögðu. Alltaf gott að fá þessi „búst“! - Sagði sigurreif Auður að lokum.