Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Haukar gengu örugglega frá Eyjakonum

Stórleikur umferðarinnar var án efa viðureign Hauka gegn ÍBV. Liðin öttu kappi í æsispennandi undanúrslitarimmu Íslandsmótsins á síðasta tímabili, þar fóru Eyjakonur með sigurinn, sem þær gerðu aftur þegar liðin mættust fyrir um mánuði síðan í Olís deildinni.

Haukarnir hefndu sín grimmilega í kvöld, unnu að endingu nítján marka sigur gegn vængbrotnu liði ÍBV. 

Þór/KA fór létt með sinn leik gegn Berserkjum og Selfoss gekk örugglega frá Fram. 

ÍR sótti sigur á útivelli gegn Víkingi, heimakonur byrjuðu leikinn betur og tóku forystuna snemma en ÍR-ingar unnu sig vel til baka og eftir að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks slepptu þær aldrei forystunni og sigldu sigrinum heim. 

Þrír leikir fóru svo fram í gærkvöldi. Þar voru tveir neðri deildar slagir, Grótta fór létt með með Fjölniskonur og HK vann með einu marki gegn FH. Botnlið Olís deildarinnar mættust svo í Garðabænum þar sem Stjarnan vann sex marka sigur á Aftureldingu. 

Næsta umferð fer fram í febrúar 2024, ekki er komið á hreint hvenær dregið verður í viðureignir. Sigurvegararnir sjö fara allir áfram, auk þess bætist Valur við og úr verða 8-liða úrslit. 

Úrslitin úr 16-liða úrslitum Poweradebikarsins. 

HK-FH 25-24

Stjarnan-Afturelding 25-19

Fjölnir/Fylkir-Grótta 15-30

Víkingur-ÍR 19-21

Berserkir-KA/Þór 7-36

Selfoss-Fram 34-22

Haukar-ÍBV 36-17