Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Rafvæðing bílaflotans þjóðaröryggismál

Frá og með næstu árámótum fellur undanþága frá virðisaukaskatti við kaup á rafbílum úr gildi, en eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í dag stendur til að veita styrk allt að 900 þúsund krónum úr Orkusjóði til kaupa á hreinorkubílum.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, segir í samtali við mbl.is að vænta megi frekari upplýsinga um fyrirkomulag styrksins, en segir að þetta sé liður í áframhaldandi stefnu stjórnvalda í orkuskiptum og að markmiðið með þessu sé að rafvæða bílaflota landsins. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, segir ýmsa kosti …

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, segir ýmsa kosti fylgja rafbílavæðingu og þá ekki síður þegar kemur að þjóðaröryggi. mbl.is/Sigurður Bogi

Spurning um þjóðaröryggi

„Rafvæðing bílaflotans hefur ýmsa kost í för með sér fyrir utan umhverfismálin, þá er það einnig þjóðaröryggismál að við séum sjálfum okkur nóg og sjálfbær þegar kemur að orkumálum,“ segir Guðlaugur.

Með rafvæðingu bílaflotans geti Íslendingar einnig „losað okkur við það að flytja inn jarðefnaeldsneyti fyrir yfir 100 milljarða á ári, sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt umhverfislega, efnahagslega og ekki síður þegar kemur að þjóðaröryggi,“ segir hann enn fremur.

mbl.is