Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Nýjar out­let fata­verslanir opna í Holta­görðum

Þetta er meðal þess sem fram kemur í til­kynningu frá Reitum, fast­eigna­fé­lagi. Þar segir að um sé að ræða þrjú stærstu merkja­vöru out­let landsins.

Segir enn­fremur að í fyrsta sinn á Ís­landi geti þau sem vilji vandaðar merkja­vörur á lægra verði fundið allt á einum stað, hvort sem leitað sé að skóm, tísku­vörum, í­þrótta­fatnaði eða úti­vistar­flíkum.

„Nýju out­let verslanirnar gefa Holta­görðum sér­stöðu sem fyrsti out­let á­fanga­staðurinn á Ís­landi. Verslanirnar eru virki­lega flottar í sér­sniðnu endur­nýjuðu hús­næði. Nú geta gestir í Holta­görðum fundið þar föt, skó og í­þrótta­vörur fyrir alla fjöl­skylduna, allt sem þarf fyrir fal­legt heimili og verslað í matinn í leiðinni,“ segir Kristjana Ósk Jóns­dóttir, markaðs­stjóri Reita.

Fram kemur í til­kynningunni að F&S Out­let muni byggja á grunni Herra­lagersins, Out­let 10 sé ný verslun frá NTC og að S4S Premium Out­let muni sam­eina Topp­skóinn Out­let og Topp­skóinn Markað. Þess er getið að áður hafi ný Bónus verslun opnað í hús­næðinu og að á næstu vikum muni verslunin Par­ty­land opna í verslunar­mið­stöðinni.

Holtagarðar eru í þann mund að taka breytingum þegar nýjar verslanir opna í húsinu. Vísir/Vilhelm