Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Samþykktu hækkun vaxta í 13%

Allir kröfuhafar Iceland Seafood samþykktu sölu á rekstri breska dótturfélags samsteypunnar á fundi í dag. Hafði félagið boðið kröfuhöfum hærri vexti fengist salan samþykkt og féllust þeir á tillögu Iceland Seafood um 13% árlega vexti.

Fram kemur í tilkynningu Iceland Seafood til kauphallarinnar að um sé að ræða handhafa ákveðinna skuldabréfa að verðmæti 3,4 milljarða íslenskra króna.

Salan á rekstri Iceland Seafood UK mun því að öllum líkindum fara fram á næstunni en söluvirðið er aðeins eitt þúsund pund. Miklir erfiðleikar hafa verið í rekstrinum undanfarin ár.

mbl.is