Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Fulltrúadeildin fær loksins nýjan forseta

Repúblikaninn Mike Johnson var rétt í þessu kjörinn 56. forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir 22 daga pattstöðu.

Johnson, sem er 51 árs og frá ríkinu Louisiana, hlaut 220 atkvæði, en mótframbjóðandi hans, demókratinn Hakeem Jeffries, hlaut 209 atkvæði.

Þrjár vikur eru frá því að Kevin McCarthy var bolað út forsetaembætti deildarinnar eftir erfiða deilu um nýtt fjárlagafrumvarp. Fulltrúadeildin hefur því verið í lamasessi síðan þá.

Talinn dyggur stuðningsmaður Trump

Af harðlínurepúblikönum er Johnson talinn dyggur stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Af repúblikönum nær miðjunni er hann þó talinn munu vera raunsær og yfirvegaður leiðtogi.

„Hann er einn af þeim sem ná vel með öllum og er mikið virtur,“ sagði þingmaðurinn Ken Buck um Johnson í viðtali á CNN.

Margir demókratar lýsa honum þó sem „öfgahægrimanni“ og hafa sumir bent á að hann hafi verið í broddi fylkingar um að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020, en þar bar Joe Biden Bandaríkjaforseti sigur úr býtum.

Uppskar lófaklapp á fulltrúadeildarþinginu þegar þingmenn komu sér loksins saman …

Uppskar lófaklapp á fulltrúadeildarþinginu þegar þingmenn komu sér loksins saman um nýjan forseta fulltrúadeidlarinnar. Mike Johnson. AFP

mbl.is