Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Schmeichel ærðist af gleði þegar Onana varði vítið gegn FCK

Fyrir leikinn gegn FCK var United án stiga í A-riðli Meistaradeildarinnar svo pressan á Rauðu djöflunum var mikil.

Þeir náðu forystunni á 70. mínútu þegar Harry Maguire skallaði fyrirgjöf Christians Eriksen í netið. Í uppbótartíma fékk Scott McTominay hins vegar á sig vítaspyrnu og FCK um leið gullið tækifæri til að jafna. Larsson fór á punktinn en Onana varði spyrnuna sem var sú síðasta í leiknum.

United-menn ærðust af fögnuði, meðal annars Schmeichel sem var í stúkunni á Old Trafford. Viðbrögð danska markvarðargoðsins má sjá hér fyrir neðan.

Onana hefur legið undir mikilli gagnrýni síðan hann kom til United frá Inter í sumar en kamerúnski markvörðurinn vann sér inn nokkuð mörg stig hjá stuðningsmönnum Manchester-liðsins með vítavörslunni á ögurstundu í gær.

United er í 3. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með þrjú stig og mætir FCK á Parken í næstu leikviku.