Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Stóri bróðir sér rauð flögg við sambandið við Taylor Swift

Swifties aðdáendur bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa vart haldið vatni yfir nýjasta sambandi hennar við NFL-leikmanninn Travis Kelce. Swift er ein vinsælasta og þekktasta söngkona heims og mátti því búast við að sambandið færi ekki leynt lengi.

Einn af þeim sem er minna hrifinn er eldri bróðir Kelce, Jason, sem einnig er leikmaður NFL-deildarinnar með Philadelphia Eagles, en hann hélt ekki aftur af sér um samband bróður síns í viðtali við NBC Sports.

Sagði hann mikla umfjöllun fjölmiðla hafa verið yfirþyrmandi. „Þetta hefur vissulega verið skrítið. Annars vegar er ég ánægður fyrir hönd bróður míns að hann virðist vera í sambandi sem hann er spenntur fyrir og með raunverulegan áhuga á. En svo er hitt þegar maður hugsar: „Þetta er mikið.“

„Það er birt frétt um að hann hafi sett bensín á bílinn sinn fyrir leikinn í dag og ég er bara: „Er þetta frétt, eru þetta nauðsynlegar upplýsingar sem þarf að segja frá?,“ segir Kelce.

„Þetta er annað stjörnustig sem venjulegir fótboltamenn takast aldrei á við. Semsagt annars vegar, virkilega, virkilega ánægður fyrir hönd bróður míns og þar sem hann er staddur í núverandi stöðu sinni með Taylor. Hins vegar þá eru ákveðnar viðvaranir af því maður veit hvað sumir seilast langt í því sem þeir vilja fá.“

Kelce segir að hann telji bróður sinn vera vel í stakk búinn til að takast á við athyglina, allavega að mestu leyti, en hann hefur hins vegar áhyggjur af öryggi hans.

„Á heildina litið getur hann tekist á við sumt af þessu. Svo lengi sem það er ekki, þú veist, að verða ógn við öryggi hans og svoleiðis.“