Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið

Tottenham vann Liverpool 2-1 á heimavelli í gær í leik þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. 

Þegar staðan var enn markalaus í fyrri hálfleik og aðeins eitt rautt spjald var farið á loft tókst Luis Diaz að koma gestunum frá Liverpool yfir. Sjá má í endursýningu að markið var með öllu löglegt en línuvörður á vellinum flaggaði leikmanninn rangstæðan. 

Dómarasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu strax eftir leik þar sem viðurkennt var að mistök hefðu átt sér stað, dómarar í VAR herberginu hefðu átt að stíga inn og leyfa markið. 

Nú er hins vegar komin sú flétta í málið að Darren England, VAR dómari leiksins, hélt að markið hefði staðið. Þ.e.a.s. hann vissi ekki að línuvörðurinn hefði dæmt rangstöðu og stóð í þeirri trú að Liverpool væri búið að skora og ekkert meir þyrfti um það að segja. 

PGMOL now saying lines were drawn, checking protocol was carried out correctly, but Darren England lost sight of the on-field decision thinking a goal had been given and thus upheld it with a quick ‘check complete’.

— Ben Jacobs (@JacobsBen) September 30, 2023

Hann sendi því skilaboð niður á völl að búið væri að skoða atvikið og leikur ætti að halda áfram. 

Það er algjörlega óljóst hvers vegna hann ákvað ekki að stöðva leikinn strax og hann áttaði sig á mistökum sínum, eða hvort hann hafi ekki leyfi til þess að leiðrétta mistök strax eftir á. 

Í reglugerðinni segir að VAR má ekki stöðva leik nema um sé að ræða mistök þar sem vitlaus leikmaður fékk spjald eða mögulegt rautt spjald vegna brots sem dómari missti af.