Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Ungar raddir túlka lævirkjarödd Erlu

„Erla var ein ástsælasta dægurlagasöngkona okkar á 20. öldinni og við ætlum að heiðra minningu hennar með því að rekja feril hennar í tali og tónum,“ segir Hulda Jónasdóttir sem stendur að tónleikum í Salnum í Kópavogi 7. október þar sem flutt verða lög sem Erla Þorsteins söng á sínum tíma. Naut hún mikilla vinsælda og var gjarnan nefnd stúlkan með lævirkjaröddina.

Kynnir á tónleikunum verður Valgerður Erlingsdóttir og um tónlistina sér fimm manna hljómsveit undir stjórn Magnúsar Þórs Sveinssonar. Nokkrir ungir söngvarar munu flytja lög Erlu, þau Una Torfa, Svavar Knútur, Hreindís Ylva og Daníel Arnar.

„Þau munu flytja margar af fallegustu perlum Erlu,“ segir Hulda og nefnir þar lög eins og Kata rokkar, Draumur fangans, Litla stúlkan við hliðið, Vaki vaki vinur, Vagg og velta og Þrek og tár.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.