Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Undrandi eftir ákvörðun Artera – Er hann að breyta til of snemma?

David Seaman, goðsögn Arsenal, er undrandi á því að Mikel Arteta hafi ákveðið að breyta um markmann svo snemma á tímabilinu.

David Raya er í dag aðalmarkvörður Arsenal en hann kom til félagsins í sumar frá Brentford og byrjar í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrir það var Aaron Ramsdale aðalmaðurinn á Emirates og fékk hann að byrja í deildabikarnum í vikunni gegn einmitt Brentford.

,,Það sem hann er að gera er nákvæmlega það sem hann sagðist ætla að gera – hann vill sjá til þess að allir fái spilatíma,“ sagði Seaman.

,,Við þurfum að bíða og sjá hvort það borgi sig. Á mínum tíma þá er ég ekki viss um að ég væri svo hrifinn af þessu, ég er viss um að Peter Schmeichel hafi ekki verið hrifinn heldur!“

,,Það var annar leikur, fyrir 20 árum. Leikrurinn hefur breyst og Mikel er að reyna eitthvað nýtt. Mun þetta virka? Ég hef mínar efasemdir. Ég er enn undrandi á að Aaron hafi verið settur á bekkinn.“

Enski boltinn á 433 er í boði