Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

„Það þorir enginn að anda á hann“

Það virðist vera þannig að Páll Gunnar [Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins] og Samkeppniseftirlitið séu komin með ógnarstjórn yfir samfélagið. Það þorir enginn að anda á hann.“

Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í ítarlegu viðtali við Dagmál, streymi Morgunblaðsins. Guðmundur neitaði sem kunnugt er að verða við kröfu Samkeppniseftirlitsins um ítarlegar upplýsingar um starfsemi Brims, en sama krafa var send á um 30 sjávarútvegsfyrirtæki að beiðni matvælaráðuneytisins eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu.

Í viðtalinu er Guðmundur meðal annars spurður um það af hverju Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) mótmæltu ekki fyrrnefndri kröfu Samkeppniseftirlitsins. Þá rekur Guðmundur janframt rök áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem sneri við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að leggja dagsektir á Brim auk þess sem því er velt upp hvaða hlutverki stjórn Samkeppniseftirlitsins lék í málinu.

Hér í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot út viðtalinu þar sem komið er inn á þetta.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is