Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Snjó­bíll valt við björgun bíls sem valt

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi. Hann segir að fólkið hafi verið á leið frá Fimmvörðuskála eftir að hafa gengið frá skálanum fyrir veturinn. 

Aðkoma að skálanum hafi breyst nokkuð á undanförnum árum vegna bráðnunar íss og fara þurfi um bratta brekku. Jeppinn hafi oltið í brekkunni en engin slys orðið á fólkinu um borð. Það hafi þó verið fast inni í bílnum.

Beðið með að ná fólkinu út

Jón Þór segir að snjóbíll og mannskapur hafi verið sendur frá Hvolsvelli til þess að ná fólkinu út úr bílnum og rétt hann við. Þegar á vettvang var komið hafi verið ákveðið að bíða með að ná fólkinu út á meðan bíllinn var tryggður. Eftir nokkra stund hafi það tekist og fólkinu náð út úr bílnum óhultu.

Það hafi þó ekki farið betur en svo að snjóbíllinn valt líka. Báðir bílar séu enn á hliðinni.

Fjöldi fólks sendur úr bænum

Nú eru björgunaraðgerðir að hefjast fyrir austan og að sögn Jóns Þórs hafa þrír öflugir snjóbílar verið sendir úr bænum ásamt nokkrum fjölda svokallaðra buggy-bíla og mannskap.

Hann býst við því að aðgerðir muni taka nokkuð langan tíma þar sem aðstæður eru erfiðar á Fimmvörðuhálsi.