Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Löggumyndirnar af fræga fólkinu – Kynlíf, eiturlyf og umferðarlagabrot

Nýlega kom Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, við í fangelsi einu í Georgíuríki til að láta taka af sér mynd. Ekki beint fyrir jólakortið, heldur myndataka í tengslum við handtöku hans vegna enn einnar ákærunnar á hendur honum. Um svokallað „mugshot“ er að ræða en það orð er notað yfir myndir sem lögreglan eða eftir atvikum fangelsismálayfirvöld taka af handteknu fólki.

Óhætt er að segja að Trump hafi oft myndast betur en þegar myndin var tekin í Georgíu en það á svo sem við um margt annað frægt fólk sem hefur lent í útistöðum við lögin. Myndirnar af þeim eru ekki allar glæsilegar.

Margt frægt fólk hefur einmitt lent í útistöðum við lögin og má þar á meðal nefna breska leikarann Hugh Grant. Hann var á toppi ferilsins þegar hann var handtekinn í Los Angeles 1995 með buxurnar á hælunum. Hann hafði þá greitt vændiskonu 60 dollara fyrir að veita honum munngælur. Meðfylgjandi mynd var tekin af lögreglunni eftir handtökuna.

Hugh Grant. Mynd:Lögreglan

Kanadíski söngvarinn Justin Bieber var handtekinn 2014, grunaður um ölvun við akstur, að hafa tekið þátt í kappakstri og fyrir að aka með útrunnin ökuréttindi. Rannsókn á blóðsýnum úr honum leiddi í ljós að hann hafði neytt Xanax og marijúana áður en hann ók. En áfengismagnið reyndist undir leyfilegum mörkum.

Justin Bieber. Mynd:Lögreglan

Árið 2007 var Khloe Kardashian handtekin, grunuð um ölvun við akstur. Hún slapp við að sitja í fangelsi en hún slapp ekki við myndatöku. Hún var síðar dæmd til að sinna samfélagsþjónustu og til að sækja námskeið um hættuna sem fylgir áfengisneyslu.

Khloe Kardashian. Mynd:Lögreglan

Árið 2009 voru Nina DobrevCandice AccolaKayla Ewell og Sara Canning handteknar. Þetta voru stjörnurnar úr hinni vinsælu þáttaröð „Vampire Diaries“. Ástæðan handtökunnar var að lögreglunni var tilkynnt um fólk sem héngi neðan úr brú einni. Auk leikkvennanna fjögurra voru þau Tyles Shields, sem hafði skipulagt þetta í tengslum við myndatöku, og leikkonan Krystal Wayda handtekin. Þau voru dæmd til að greiða 4.000 dollara í sekt. Tyler Shields greiddi sektina fyrir alla að sögn TMZ.

Leikararnir úr Vampire Diaries. Mynd:Lögreglan

Bill Gates hefur einnig komið við sögu lögreglunnar en hann var handtekinn í Nýju Mexíkó árið 1977 fyrir að hafa ekki stöðvað við stöðvunarskyldumerki og að hafa ekki verið með ökuskírteini meðferðis. Gates ræddi þetta í viðtali við Time Magazine 30 árum síðar. „Ég var stöðvaður af lögreglunni og af því að ég var ekki með ökuskírteinið mitt var ég settur í fangaklefa með öllum fyllibyttunum. Þess vegna  hef ég allar götur síðan reynt að vera með mikið af reiðufé á mér því ég vil sjálfur geta borgað trygginguna til að losna úr fangelsi,“ sagði hann þá.

Bill Gates. Mynd:Lögreglan

Söngvarinn Bruno Mars var handtekinn í Las Vegas 2010 eftir að kókaín fannst inni í baðherbergi einu. Lögreglan skýrði síðar frá því að Mars hefði verið með 2,6 grömm af kókaíni í vörslu sinni. Hann játaði sig sekan.

Bruno Mars. Mynd:Lögreglan

Frank Sinatra var handtekinn árið 1938, grunaður um að hafa táldregið konu. Crime Museum segir að „táldráttarákvæðið“ hafi verið notað þegar karlmaður sannfærði ógifta konu, með gott orðspor, um að taka þátt í óviðeigandi athöfnum gegn því að heita henni að kvænast henni. Síðan var ekki staðið við það loforð og þar með var orðspor konunnar ónýtt.

Frank Sinatra. Mynd:Lögreglan

Sinatra, sem var 23 ára þegar þetta gerðist, var sem sagt grunaður um að hafa brotið gegn þessu ákvæði.

En kæran var síðan látin falla niður þegar í ljós kom að konan var gift. En Sinatra var ekki laus allra mála því hann var handtekinn á nýjan leik, grunaður um „framhjáhald“. En saksóknari féll einnig frá þeirri kæru.