Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Lenti í kynþáttaníð í fyrsta sinn og var steinhissa á framkomunni – ,,Sumir eru einfaldlega rasistar“

Varnarmaðurinn Hawa Cissoko hefur tjáð sig um afar erfiða tíma sem hún þurfti að upplifa á síðustu leiktíð.

Cissoko er varnarmaður West Ham og varð fyrir harkalegu áreiti á netinu eftir leik við Aston Villa í efstu deild í október.

Frakkinn Cissoko var rekin af velli fyrir að slá til andstæðings í viðureigninni og fékk í kjölfarið ógeðsleg rasísk skilaboð á samskiptamiðlum.

Það er ekki óeðlilegt í karlaboltanum en Cissoko segist ekki hafa búist við því að það sama myndi gerast á meðal kvenna.

,,Ég bjóst ekki við að mennirnir væru að ljúga um hvað væri sagt í þeirra garð en þetta gerist sjaldan í kvennaboltanum,“ sagði Cissoko.

,,Kannski gerist þetta en konurnar vilja ekki stíga fram. Ég bjóst ekki við að lenda í þessu, sérstaklega frá fólki sem horfir ekki einu sinni á leikina okkar.“

,,Ef ég hefði fengið þessi skilaboð frá fólki sem fylgist með deildinni þá væri þetta skiljanlegra en þetta kom ekki frá fólki á Englandi eða í Frakklandi.“

,,Ég áttaði mig á því að sumir eru einfaldlega rasistar og þeir munu nýta öll tækifæri í að koma því á framfæri.“

Enski boltinn á 433 er í boði