Ísafjarðarbær hefur fengið úthlutaðan ágóðahlut frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, EBÍ, 2.410.000 krónur. Sveitarfélagið á 4,82% í sameignarsjóði EBÍ og ákveðið var að greiða út 50 m.kr. á þessu ári. Er hvatt til þess að greiðslan verði nýtt til þess að stuðla að bættum bruna- og forvörnum í sveitarfélaginu.

Greiðslur ágóðahluta hófust 1998 og og eru þær á núvirði um 9 milljarðar króna frá þeim tíma.

Eigið fé sjóðsins var um síðustu áramót 1.871 m.kr.

Aðalfundur félagsins var haldinn 6. október sl. Í sjö manna stjórn EBÍ er Friðbjörg Matthíasdóttir Vesturbyggð og til vara Bryndís Ósk Jónsdóttir Ísafjarðabæ.