Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Fölsku neyðarljósin eru vandamál

Á síðustu misserum hefur oft skapast vandi hjá björgunarliðum vegna misnotkunar fólks á neyðarblysum. Hefur útköllum vegna þessa fjölgað.

„Tilkynningar af þessum toga berast alltaf öðru hvoru og að sjálfsögðu eru þær teknar alvarlega. Oftast eru þetta þó villuboð, ef svo mætti segja, þegar fólk notar neyðarblys til að fagna persónulegum viðburðum, svo sem í afmælum, brúðkaupum eða einhverju slíku,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum.

Um notkun flugelda og neyðarblysa gildir nokkuð þéttriðið regluverk, en einfalt. Þar segir að almenningur megi skjóta upp flugeldum um áramót og dagana þar í kring. Í annan tíma þurfi til þess leyfi lögreglustjóra s.s. þegar haldnar eru flugeldasýningar, t.d. í tengslum við bæjarhátíðir. Um neyðarblys, hvort heldur handblys eða svokallaðar sólir sem skotið er á loft, gildir öðru máli. Þær megi og eigi aðeins að nota í neyð og mikilvægt sé að sæfarendur og útivistarfólk hafi neyðarblys tiltæk, hvort heldur er á hafi eða hálendi.

Nánar í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.