Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“

Julen Lopetegui viðurkennir að hann hafi grátið er hann ákvað að yfirgefa Wolves áður en tímabilið hófst á Englandi.

Lopetegui er fyrrum landsliðsþjálfari Spánar en hann gerði flotta hluti með Wolves á síðustu leiktíð og hélt liðinu í efstu deild.

Eigendur félagsins höfðu ekki áhuga á að styðja við bakið á Lopetegui á markaðnum í sumar sem varð til þess að hann sagði upp störfum.

,,Eitthvað breyttist mjög skyndilega. Um leið og allt byrjaði að breytast þá þurfti ég að taka ákvörðun,“ sagði Lopetegui.

,,Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun fyrir mig, þetta var afskaplega leiðinlegt. Ég man þess að mikið af starfsfólki grét og við gerðum það líka.“

,,Við höfðum skapað svo sérstakt andrúmsloft hjá Wolves á stuttum tíma og þetta tók á, þetta var sérstakt verkefni.“

,,Félagið var með sín rök og ég þarf að virða þær. Stjórnin tekur ákvörðun um hvað er gert á bakvið tjöldin en ég ræð minni eigin framtíð.“

Enski boltinn á 433 er í boði