Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Trump lét ekki sjá sig

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lét ekki sjá sig á kappræðum frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem fram fóru í gærkvöldi. Sjö frambjóðendur í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar öttu kappi í Kaliforníu.

Fjarvera Trumps var á meðal þess sem keppendur gerðu sér mat úr. Ron De Santis, ríkisstjóri Flórída, sagði Trump vera týndan og fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, Chris Christie, kallaði hann Andrés Önd og sagði hann vera að fela sig bak við golfsettið sitt. 

Doug Burgum, Chris Christie, Nikki Haley, Ron DeSantis, Vivek Ramaswamy, …

Doug Burgum, Chris Christie, Nikki Haley, Ron DeSantis, Vivek Ramaswamy, Tim Scott og Mike Pence eru frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins. AFP/MArio Tama

Sundrað fjölskyldum

„Þessi gaur er ekki aðeins búinn að kljúfa flokkinn, hann er búinn að sundra fjölskyldum um allt land. Hann hefur eyðilagt vináttubönd um allt landið. Það þarf að kjósa hann af eyjunni og það þarf að koma í veg fyrir að hann haldi áfram í þessu framboði,“ sagði De Santis. 

Kappræðurnar stóðu yfir í tvær klukkustundir og þykja þær klukkustundir heldur óreiðukenndar. Frambjóðendur töluðu ofan í hvorn annan, trufluðu stjórnendur þeirra og gripu fram í fyrir öðrum.

mbl.is