Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Trump blekkti banka og fjárfesta

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gerðist sekur um fjársvik er hann lagði ítrekað fram fölsuð gögn þar sem virði eigna hans var stórlega ofmetið, að því er fram kemur í úrskurði Arthur Engoron dómara.

Gerði hann þetta í þeim tilgangi að blekkja banka og tryggingafélög, til þess m.a. að knýja fram hagstæðari lán og tryggingar.

Í úrskurðinum segir að fyrirtæki Trump hafi yfir margra ára skeið blekkt banka, tryggingafélög og aðra með því að ofmeta og ýkja eignir sínar á skjölum sem notuð voru við samningaviðræður og í viðræðum við fjárfesta. 

Í kjölfar úrskurðarins hefur Engoron fyrirskipað afturköllun sumra viðskiptaleyfa Trumps í refsingarskyni, en sú fyrirskipun gerir fyrirtækjunum nánast ómögulegt að stunda viðskipti í New York. 

Þá sagðist dómarinn ætla að halda áfram að fela óháðum eftirlitsmanni umsjón með starfsemi Trump-samtakanna. 

mbl.is