Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Ten Hag leitar logandi ljósi að kantmanni í ljósi stöðunnar – Fyrrum leikmaður Arsenal nokkuð óvænt á blaði

Manchester United leitar nú að kantmanni en það er mikil vandræðastaða hjá félaginu.

Þeir Jadon Sancho og Antony hafa báðir verið frá undanfarið vegna vandræða utan vallar og ekki er ljóst hvenær annar þeirra eða báðir snúa aftur.

Því leitar Erik ten Hag að kantmanni og er leikmaður Bayern Munchen, Serge Gnabry, þar á blaði.

Það er Nacional sem greinir frá þessu en Gnabry hefur staðið sig vel með Bayern undanfarin ár.

Kappinn fór ungur að árum til Arsenal og kom upp í gegnum unglingastarf félagsins en náði aldrei að festa sig í sessi hjá aðalliðinu.

Hinn 28 ára gamli Gnabry sprakk hins vegar út hjá Bayern eftir að hann fór þangað árið 2017.

Félagaskiptaglugginn opnar aftur í janúar og þá gæti United reynt að fá Gnabry.

Enski boltinn á 433 er í boði