Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Svíar hneykslast á því að stelpurnar þeirra voru sendar upp í sveit

Sænska liðið spilaði heimaleik sinn á dögunum á Gamla Ullevi leikvanginum í Gautaborg en eru nú mættar til Ítalíu til að spila við heimakonur.

Leikurinn verður spilaður á Stadio Teofilo Patini vellinum sem er staðsettur í smábænum Castel di Sangro.

Leikvangurinn tekur sjö þúsund manns en það er sérstaklega staðsetningin sem hefur vakið furðu Svía.

Castel di Sangro er nefnilega bara sex þúsund manna smábær í átta hundruð metra hæð á miðjum Ítalíuskaganum.

ACD Castel di Sangro Cep 1953 spilar heimaleiki sína á leikvellinum en liðið er í fimmtu deild á Ítalíu.

Sænska landsliðið er efst á heimslista FIFA og því besta kvennalandsliðs heims samkvæmt opinberum styrkleikalista. Liðið endaði í þriðja sæti á HM í sumar.

Ítalir unnu sinn fyrsta leik í riðlinum á móti Sviss en Svíar töpuðu þar á móti nýkrýndum heimsmeisturum Spánverja.

Þess má geta að Ítalir ætla að spila næsta heimaleik sinn í keppninni á Stadio Arechi í Salerno en sá leikvangur tekur yfir 37 þúsund manns í sæti og er heimavöllur US Salernitana 1919 sem spilar í efstu deild á Ítalíu.