Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Suður-kóresk plötu­snælda með eitt stærsta dans­lag ársins

Hún á nokkra smelli að baki sér en nú í sumar sendi hún frá sér lagið (It Goes Like) Nanana sem stefnir í að verða eitt stærsta danslag ársins 2023 og er með tæplega 210 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify.

Peggy Gou er suður-kóresk en hefur verið búsett í Berlín undanfarin ár. Lagið umrædda hefur hægt og rólega fikrað sig upp Íslenska listann á FM og situr nú í þriðja sæti. Það hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok sem virðist vera öflugur stökkpallur fyrir vinsældir laga á streymisveitum. 

Peggy Gou var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Patrik og Luigi sitja staðfastir í fyrsta sæti Íslenska listans á FM fimmtu vikuna í röð með lagið Skína sem er komið með um 800 þúsund spilanir á Spotify og er mest streymda lag Patriks til þessa.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify: