Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Skriðuhætta enn fyrir hendi

Jón Kristján Helgason, fagstjóri skriðuvaktar hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé hægt að útiloka að skriður eigi enn eftir að falla þar sem varað var við slíkri hættu í gær. Helst sé líkur á skriðum á Ströndum.

„Það heldur áfram að rigna á Ströndum alveg fram til morguns,“ segir Jón Kristján í samtali við mbl.is.

Ein lítil skriðuspýja

Veðurstofan varaði við aukinni skriðuhættu á Ströndum, Mýrdal og austanverðum Flateyjarskaga í gær.

Veðurstofunni hefur verið tilkynnt um eina skriðu en það var lítil skriðuspýja sem féll í hlíðinni ofan við veginn á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Hún olli engu tjóni.

„Ég held að flest allar aðvaranir muni líklega detta út nema strandir,“ segir Jón Kristján.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is