Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Skítleg framkoma á Eskifirði – Skeit í regnhlíf og skildi eftir í bílnum

Valbirni Júlíusi Þorlákssyni, framkvæmdastjóra á Eskifirði, brá í brún er hann opnaði bíl sinn í dag. Einhver hafði hægt sér í regnhlíf sem þar var geymd, skeint sér með blautþurrku og skilið regnhlífina með saurnum eftir í bílnum.

Valbjörn greinir frá þessu í íbúahópi:

„Ég er orðlaus.. Óska eftir vitnum.

Milli 14:00 og 16:00 í dag, fór einhver inn í bíl fyrir utan hjá mér við Hólsveg 2, tók regnhlíf sem lá í aftursætinu, kúkaði í hana, skeindi sér með blautþurrkum, skildi hana eftir í bílnum og fór.“

Í samtali við DV segir Júlíus telja líklegast að þarna hafi ferðamaður verið að verki. Notkun á blautþurrku bendi til þess. Hann telur að ferðamenn eigi oft erfitt með að finna salerni og Íslendingar megi gera betur hvað varðar almenningssalerni. Hann á ekki von á að málið upplýsist og þvertekur fyrir að einhver eigi sökótt við hann og kunni að hafa hefnt sín með þessum hætti, enda samfélagið á Eskifirði friðsælt.

Á Facebook segir Valbjörn ennfremur:

„Mér finnst afar ólíklegt að þetta sé heimamaður, allavega neita ég að trúa því. Myndi frekar trúa að þetta væri ferðamaður sem vissi ekki að það væri nóg að banka á næstu hurð til að komast á klósett í neyð.“