Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Sjö mörk Söndru skila sigri

Metzingen er komið í 8-liða úrslit bikarsins eftir 28-24 sigur á útivelli gegn Blomberg.  Þær slógu Kappelwinden út í fyrstu umferðinni með 24 marka stórsigri. 

Sandra varð stoðsendinga- og markahæst af öllum leikmönnum vallarins með fína skotnýtingu. Hún og liðsfélagar hennar í Metzingen tóku forystuna snemma en lentu í vandræðum um miðjan seinni hálfleikinn og voru á tímapunkti komnar tveimur mörkum undir. 

Staðan var svo jöfn í hálfleik og leikurinn var æsispennandi inn í seinni hálfleikinn. Sandra hafði aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik en fann heldur betur kraftinn í þeim seinni og setti sex til viðbótar. 

Markaskorun hennar gaf liðinu mikið og fljótlega voru þær komnar í fjögurra marka forystu. Það tórði nokkurn veginn svoleiðis fram að leikslokum, lokaniðurstaða 28-24.