Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Sjáðu myndbandið: Neitaði að heilsa liðfélögum sínum sem réttu fram höndina – Bálreiður eftir allt fjaðrafokið

Það er allt á suðupunkti á bak við tjöldin hjá Napoli í kjölfar þess að félagið gerði opinberlega grín að Victor Osimhen, leikmanni þess, á samfélagsmiðlum.

Napoli birti afar óviðeigandi myndband á TikTok reikningi félagins þar sem grín var gert að Osimhen. Myndbandið birtist á opinberum reikningi félagsins en það sýndi vítaklúður Osimhen um helgina þar sem búið var að bæta inn í furðulegri lýsingu. Augljóslega var verið að gera grín að leikmanninum.

Meira
Eyðir öllu sem tengist félaginu eftir að vinnuveitendurnir birtu stórfurðulegt myndband þar sem stólpagrín var gert að honum

Þrátt fyrir allt þetta er Osimhen í hóp Napoli sem mætir Udinese í kvöld. Myndband af honum á leiðinni á hótel liðsins vekur nú mikla athygli. Þar neitar hann að heilsa liðsfélögum sínum þrátt fyrir að þeir geri tilraun til þess. Myndband af þessu er hér neðar.

Umboðsmaður Osimhen, Roberto Calenda, gaf út yfirlýsingu vegna myndbands Napoli í gær.

„Það sem birtist í dag á opinberum reikningi Napoli á Twitter er algjörlega óásættanlegt,“ sagði hann meðal annars, en myndbandinu hefur nú verið eytt.

Osimhen og Calenda íhuga lögsókn á hendur Napoli vegna málsins.

#Osimhen arriva all’Hotel Serapide. Saluta Santoro, ma snobba #Demme e #Zielinski. La faccia del Team Manager la dice lunga. Video: Enzo Buono.#Napoli pic.twitter.com/dInBTqvIU8

— Gennaro Del Vecchio (@GennyDelVe) September 27, 2023