Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Sharon Osbourne viðurkenndi að hafa gengið „of langt“ með megrunarlyfið

Sjónvarpsstjarnan Sharon Osbourne viðurkenndi á dögunum að hún hafi gengið of langt með notkun megrunarlyfsins Ozempic. Hún hefur misst rúmlega þrettán kíló.

Sharon, 70 ára, sást með dóttur sinni Aimee, sem heldur sig að mestu frá sviðsljósinu, á dögunum og hafa myndir af henni vakið mikla athygli.

Sharon Osbourne steps out with rarely seen daughter Aimee, shows off 30-pound weight loss in London https://t.co/eisTD2PYmZ pic.twitter.com/k4Rs4gEKjs

— Page Six (@PageSix) September 29, 2023

Fyrir stuttu sagði hún í hlaðvarpsþætti fjölskyldunnar, The Osbournes,  að það kæmi vikulega fyrir að hún borðaði ekki í þrjá daga.

Fyrrverandi sjónvarpsstjarnan sagði í spjallþætti Piers Morgan fyrir stuttu að hún væri orðin „of grönn“ eftir að hafa notað Ozempic til að grennast og að matarlystin hennar væri ekki komin að fullu til baka.

„Ég varð að hætta. Ég vildi ekki verða svona grönn en það bara gerðist,“ sagði hún og bætti við: „Ég bæti þessu örugglega á mig aftur.“