Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Rauður hlutabréfamarkaður

Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni hefur lækkað um tæpa 214 milljarða króna það sem af er þessu ári. Tvö fyrirtæki, Alvotech og Marel, eiga þó helminginn af þeirri lækkun. Virði 18 skráðra félaga hefur lækkað það sem af er ári en virði sex félaga hefur hækkað.

Athygli vekur að markaðsvirði banka og sjávarútvegsfyrirtækja hefur lækkað töluvert það sem af er þessu ári. Markaðsvirði þeirra tveggja sjávarútvegsfyrirtækja sem skráð eru á markað hefur minnkað samanlagt um 47 millljarða króna.

Þá hefur markaðsvirði þeirra þriggja banka sem skráðir eru á markað lækkað samanlagt um rúma 32 milljarða króna frá síðustu áramótum.

Hampiðjan hækkað mest

Hampiðjan er það félag sem hefur hækkað mest á árinu, eða um rúm 16%, og markaðsvirði þess aukist um tæpa 12 milljarða króna.

Þá hefur gengi bréfa í námuvinnslufélaginu Amaroq Minerals hækkað um 25% það sem af er ári en markaðsvirði félagsins hefur aukist um fimm milljarða króna. Bæði félögin færðu sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á þessu ári, Amaroq í síðustu viku.

Viðmælendur ViðskiptaMoggans telja stöðuna á markaði endurspegla stöðuna í hagkerfinu, þar sem einfaldasta skýringin á lækkandi gengi hlutabréfa felst í því að í hávaxtaumhverfi kjósi fleiri að fjárfesta í innlánum frekar en hlutabréfum, enda sjáanlegri ávöxtun þar til skemmri tíma. Það sé þó slæmt til lengri tíma.

Meira í ViðskiptaMogganum sem fylgir Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.