Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut

Rafmagnslaust er á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík þessa stundina. Þetta staðfestir Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur í samtali við mbl.is.

Að sögn Breka sló rafmagninu út um sex leytið í kvöld vegna háspennubilunar.

Þá hafa umferðarljós á svæðinu verið óvirk. 

Í frétt Vísis kemur fram að rafmagnsleysið hafi áhrif á útsendingar Stöðvar 2 og óvíst sé hvort kvöldfréttatími Stöðvar 2 kl.18.30 fari í loftið á tilætluðum tíma. 

„Við sendum mannskap strax á staðinn þegar þetta datt út og það er verið að vinna í því að finna út úr því hvar bilunin er,“ segir Breki. „Vonandi getum við komið þessu í lag sem allra fyrst.“

mbl.is