Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Nemendur fengu ferðalag til Egyptalands

Einn nýstárlegur sögukennari tók upp heldur óhefðbundna kennsluaðferð á dögunum þegar um 100 nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla ræstu tölvurnar og spiluðu tölvuleikinn Assassins's Creed.

Leikurinn fer með spilara víða, Forn-Egyptaland, Faros og Alexandríu en þar geta spilarar lært hum hina ýmsu sögulegu hluti sem gerðust þar í landi, sem og í Grikklandi, Bretlandi og víðar.

Nemendurnir fengur einkaleiðsögn um landið og hófst ferðin í Alexandríu og síðar um pýramídana. Að því loknu gátu nemendurnir skoðað sig sjálfir um og tekið myndir.

Verkefnið er samstarfsverkefni sögukennara og tölvuleikjakennara skólans en skólinn býður upp á nokkra spennandi áfanga í tölvuleikjaspilun, þar á meðal rafíþróttir, leikjahönnun og tölvuleikjafræði.

Skjáskot/Assassin's Creed

mbl.is