Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Mýtur um fjárfestingar sem huga þarf að

Sérfræðingar frá sjóðastýringarfyrirtækinu Vanguard voru staddir hér á landi í síðustu viku í tilefni af 25 ára afmæli samstarfs fyrirtækisins við Íslandsbanka en bankinn hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á að fjárfesta í sjóðum Vanguard um nokkurt skeið. Í tilefni afmælisins héldu sérfræðingar frá Vanguard erindi um sex mýtur sem tengjast fjárfestingum og fjárfestar ættu að vera meðvitaðir um.

Vanguard er sjóðastýringarfyrirtæki sem var stofnað árið 1975 og er stærsta fyrirtækið í stýringu verðbréfasjóða í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er með um 20.000 starfsmenn á sínum snærum á 18 skrifstofum víðs vegar í heiminum. Fyrirtækið er með um 5.898 milljarða evra í hlutlausri stýringu og 1.449 milljarða evra í virkri stýringu.

Sérstaða í uppbyggingu

Wim van Zwol, sérfræðingur hjá Vanguard, segir að sérstaða Vanguard liggi í uppbyggingu fyrirtækisins.

„Sérstaðan er einnig falin í lágum kostnaði og vel skilgreindum fjárfestingaraðferðum. Það er vert að benda á að á sama tíma og kostnaður sjóða í Bandaríkjunum hefur hækkað hefur kostnaður hjá Vanguard stöðugt lækkað.“

Lestu ítarlega umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.