Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Mun hata vin sinn meðan Ryder-bikarinn er í gangi

Þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í ár var Thomas valinn í Ryder-lið Bandaríkjanna. Hann komst til að mynda ekki í gegnum niðurskurðinn á þremur af fjórum risamótum ársins.

Fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins, Zach Johnson, leit framhjá því og valdi Thomas, meðal annars vegna góðrar frammistöðu hans í Ryder-keppnum fyrri ára.

Thomas er góður vinur McIlroys sem er í evrópska Ryder-liðinu. Vináttan víkur þó meðan Ryder-bikarinn er í gangi.

„Ég elska Rory og okkur kemur mjög vel saman. En við höfum mæst í Ryder-bikarnum og hötuðum hvorn annan í átján holur. Þetta er ekkert persónulegt. Ef konan mín myndi spila fyrir hitt liðið í Ryder-bikarnum myndi ég líka þrá að vinna hana,“ sagði Thomas.

Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Bein útsending verður frá mótinu á Vodafone Sport alla keppnisdagana.