Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Minnast Guðbergs í óhefðbundinni athöfn

Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar rithöfundar fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag klukkan fjögur. Í tilkynningu sem sambýlismaður Guðbergs, Guðni Þorbjörnsson, sendir úr segir að um sé að ræða verulega óhefðbundna athöfn að ósk Guðbergs. 

Guðbergur lést hinn 4. september. 

Athöfnin er sett upp sem síðasta listaverkið og muni nánustu vinir þeirra aðstoða við gjörninginn. Séra Sigfinnur Þorleifsson mun aðstoða við útförina. 

Fram mun koma landslið listamanna og nánustu vina Guðbergs og Guðna. 

Fram koma, Jóhann Páll Valdimarsson, Sigurður Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ari Alexander Ergis Magnússon, Ragnar Jónasson, Viðar Eggertsson, Birna Bjarnadóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Bubbi Morthens, Gyða Valtýsdóttir, Kristín Valtýsdóttir, Ásthildur Valtýsdóttir, Skúli Sverrisson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Elíasson og fleiri.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en blóm og kransar eru afþakkaðir. 

mbl.is