Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Klopp um Nunez: Hann er okkur mjög mikilvægur

Nunez var keyptur til félagsins fyrir mikinn pening fyrir rúmu ári síðan en hann náði ekki að heilla almennilega á sínu fyrsta tímabili með Liverpool. Klopp segir hins vegar að staðan sé allt önnur núna.

„Hann er búin að taka stór skref með okkur síðustu vikur,“ byrjaði Klopp að segja.

„Hann er alltaf ógn núna fyrir okkur. Hann finnur sér alltaf svæði og því alltaf hægt að finna hann á vellinum, sendi á brjóstkassann á honum, hann tekur boltann niður og þaðan náum við upp góðu spili,“ hélt Klopp áfram.

„Hann er síðan ekki bara að leggja sig fram sóknarlega heldur varnarlega einnig. Vinnan sem hann leggur í alla leiki núna er ótrúleg. Hann er okkur ótrúlega mikilvægur,“ endaði Klopp á að segja.