Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Klopp aldrei upplifað annað eins á ferlinum: Segir dómgæsluna vera til skammar – ,,Þetta var klikkun“

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var svo sannarlega ekki sáttur í kvöld eftir leik við Tottenham í úrvalsdeildinni.

Liverpool tapaði 2-1 gegn Lundúnarliðinu en sigurmarkið skoraði Joel Matip er hann setti boltann í eigið net í uppbótartíma.

Dómgæslan var afar umdeild í viðureigninni en Liverpool fékk tvö rauð spjöld og skoraði mark sem hefði líklega átt að standa en var dæmt af vegna rangstöðu.

,,Ég hef aldrei verið stoltari af liðinu en ég er í dag. Ég hef aldrei upplifað annan eins leik með eins ósanngjörnum atvikum. Þetta var klikkun,“ sagði Klopp.

,,Þeir áttu ekki skilið þennan endi. Þeir vörðust vel sem níu menn og Joel Matip var öflugur, ég vona að hann haldi haus eftir markið.“

,,Við þurftum að berjast gegn skandal í dag, bæði rauðu spjöldin sem og markið hjá Diaz – þetta voru skammarlegar ákvarðanir.“

Enski boltinn á 433 er í boði