Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Karólína Lea setti tvö í stórsigri Leverkusen

Lokatölur leiksins urðu 6-0 heimakonum í vil þar sem hin pólska Nikola Karczewska skoraði þrennu en Karólína Lea lagði upp annað mark hennar. Karczewska kom Leverkusen í 2-0 strax á 13. mínútu og Karólína skoraði svo þriðja markið á 23. mínútu.

Yfirburðir Leverkusen voru algjörir í leiknum í dag og gestirnir frá Nurnberg sáu aldrei til sólar og komust varla í sókn allan leikinn. Sigur Leverkusen hefði hæglega getað orðið stærri frekar en að Nurnberg hefði minnkað muninn.

Karólína Lea lét mikið að sér kveða í dag. Hún fékk gult spjald á 52. mínútu og skoraði sitt annað mark skömmu seinna en fékk svo vel verðskulda hvíld þegar hann var skipt útaf á 68. mínútu.

Keppni í þýsku úrvalsdeildinni er rétt nýhafin, en þetta var annar leikur Leverkusen á tímabilinu og jafnframt fyrsti sigurinn sem kemur í hús.