Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Íhuga að kæra hann fyrir að segja upp

Ítalska knattspyrnusambandið er að íhuga það að kæra Roberto Mancini sem er fyrrum landsliðsþjálfari þar í landi.

Mancini náði flottum árangri með ítalska liðinu og EM árið 2020 – hann hefur einnig unnið ensku úrvalsdeildina á sínum ferli með Manchester City.

Mancini ákvað að segja af sér í ágúst og tók við starfi í Sádi Arabíu og fékk þar töluverða launahækkun.

Mancini gerði fjögurra ára samning í Sádi Arabíu en ítalska sambandið var alls ekki ánægt með vinnubrögð þjálfarans.

Að mati sambandsins kom þessi ákvörðun mjög á óvart og voru þeir ekki með mann tilbúinn til að taka við á þessum tíma.

Luciano Spalletti var síðar ráðinn til starfa og verður á hliðarlínunni er liðið ætir Möltu og Englandi í október.