Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Húsavíkurflugið á áætlun fram að áramótum

„Áætl­un­in er inni til ára­móta,“ seg­ir Ein­ar Her­manns­son, sölu- og markaðsstjóri flug­fé­lags­ins Ern­is, varðandi áætl­un Húsa­vík­ur­flugs­ins með flugfélaginu. „En ef það kem­ur ekk­ert strax eft­ir helgi frá Vega­gerðinni þá tökum við hana bara út aft­ur.“

Í samtali við Morgunblaðið segir Einar að verið sé að leggja drög að samningi er varðar aðkomu Vegagerðarinnar og innviðaráðuneytisins að málinu, til að tryggja sam­göng­ur milli Húsa­vík­ur og Reykja­vík­ur, í það minnsta þar til gerð verði verðkönnun eða útboð á fluginu.

Flug­fé­lagið til­kynnti um niður­fell­ingu áætl­un­ar­flugs­ins fyrr í mánuðinum og gaf þær útskýringar að rekst­ur­inn stæði einfaldlega ekki und­ir sér, en flugið hefur til þessa verið rekið á markaðslegum forsendum, án ríkisstyrkja.

Einar Hermannsson, sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis.

Einar Hermannsson, sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis. mbl.is/Sigurður Bogi

Hinsta fluginu ekki enn flogið

Var tilkynnt að áætlun flugfélagsins myndi ljúka um mánaðamótin september og október, en Einar tjáði þá mbl.is að til greina kæmi að halda flug­inu áfram ef hið op­in­bera væri reiðubúið að veita því styrki.

Hann segir ekki liggja ná­kvæm­lega fyr­ir með hvaða hætti aðkoma Vega­gerðar­inn­ar og ráðuneyt­is­ins verði en að um sé að ræða ein­hvers­kon­ar fjár­veit­ing­ar.

Hann telur margt koma í ljós í upp­hafi næstu viku, en kveðst geta staðfest­ að hinsta flug Ern­is til Húsa­vík­ur hafi ekki enn átt sér stað.