Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Hótar að kasta sér fram af brú

Franska knattspyrnufélagið Nice hefur aflýst öllum viðburðum hjá sér í dag eftir að einn af leikmönnum félagsins hótaði að kasta sér fram af hárri brú yfir umferðargötu í borginni Nice á suðausturströnd landsins.

Leikmaðurinn, Alexis Beka Beka, er 22 ára gamall Frakki sem lék 22 leiki með liðinu á síðasta tímabili en hefur ekkert komið við sögu með því í haust.

Samkvæmt frönskum fréttamiðlum, m.a. staðarblaðinu Nice-Matin, er fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs á staðnum og freistar þess að tala leikmanninn til. 

Nice ætlaði að halda fréttamannafund í dag vegna leiks liðsins við Brest á sunnudaginn en honum hefur verið aflýst.

mbl.is