Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Kristinn Jens Sigurþórsson, síðasti sóknarbpresturinn sem sat Saurbæ á Hvaleyrarströnd, birtir grein um biskupsmálið í Morgunblaðinu í dag. Mikla athygli vakti í sumar er í ljós kom að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, situr núna í embætti í krafti ráðningarsamnings sem undirmaður hennar, framkvæmdastjóri biskupsstofu, gerði við hana eftir að skipunartími hennar í embætti var runninn út.

Í grein sinni fer Kristinn yfir hlut forseta Kirkjuþings, Drífu Hjartardóttur, í málinu. Drífa er fyrrverandi þingmaður og veltir Jens því fyrir sér hvort reynsla hennar af stjórnmálum hafi ekki komið að neinu gagni í málinu. Hann skrifar:

„Grein­ar­höf­und­ur hef­ur af illri nauðsyn fylgst með stjórn­sýslu þjóðkirkj­unn­ar und­an­far­in ár. Má ljóst vera að til­gang­ur­inn er þar alloft lát­inn helga meðalið. Um­fjöll­un­in í sum­ar um kirkj­una hef­ur því ekki komið á óvart. Birt­ist fyrsta frétt­in á forsíðu Morg­un­blaðsins hinn 25. júlí und­ir fyr­ir­sögn­inni: „Bisk­up ráðinn af und­ir­manni sín­um – for­seti kirkjuþings hafði ekki hug­mynd um samn­ing­inn“. Í frétt­inni er eft­ir­far­andi haft eft­ir Drífu Hjart­ar­dótt­ur for­seta kirkjuþings: „Ég frétti af til­vist þessa samn­ings í síðustu viku. Ég hafði ekki hug­mynd um hann áður.“ Hún bæt­ir síðan við: „Við vor­um aldrei lát­in vita af þessu, hvorki for­sæt­is­nefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft.“

Drífa ber það sama á borð í sam­töl­um við RÚV og seg­ir ráðning­ar­samn­ing­inn al­ger­lega hafa komið sér í opna skjöldu. Má greina að Drífa er ráðvillt en hún seg­ist hafa farið „þrjá­tíu hringi til að vita hvað væri hægt að gera“. Gengst hún við mis­tök­um og viður­kenn­ir að skip­un­ar­tími Agnes­ar sem bisk­ups Íslands hafi runnið út um mitt ár 2022; vand­inn hafi bara verið „hvað gera átti eft­ir það“.

Ráðal­eysi Drífu vek­ur at­hygli og þá ekki síst vegna þess að reynsla henn­ar á sviði stjórn­mál­anna virðist ekki koma henni að nein­um not­um. Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an. Væri ein­hver bú­inn að segja sig frá trúnaðar­starfi af minna til­efni. Hvers vegna fór Drífa í svona marga hringi „til að vita hvað væri hægt að gera“? Blasti verk­efnið ekki við? Var ekki ein­fald­ast að fara að lög­um og regl­um? Ráðfærði hún sig ekki við lög­fræðinga? Drífa seg­ist „iðulega hafa verið að ræða tíma bisk­ups, hvenær hann væri út­runn­inn“ og í því ljósi er tóm­læti henn­ar eft­ir­tekt­ar­vert.“

Kristinn bendir á að Drífa hafi ekki alltaf haldið að sér höndum í málinu því í lok júní 2022 hafi hún sent Agnesi biskupi bréf og tilkynnt að ráðning hennar yrði framlengd um eitt ár, til 30. júní 2023. Jafnframt yrði lagt fram þingmál á kirkjuþingi til að ákvarða biskupsþjónustu frá og með 1. júlí 2023. Það hafi þó ekki verið gert.

Sneitt hjá lykilatriði í lögfræðiáliti

Einnig vekur Kristinn athygli á því að í lögfræðiálitum sem óskað var eftir um hæfi biskups var aldrei óskað eftir áliti um hæfi hennar í tengslum við að hún hafi ekki verið kjörin samkvæmt reglum:

„Drífa út­skýr­ir aðgerðal­eysi sitt með því að lagt hafi verið fram lög­fræðiálit frá lög­manni Agnes­ar þar sem kveðið var á um að kjör­tíma­bil henn­ar hefði end­ur­nýj­ast 1. júlí 2022 „og skuli telja til næstu sex ára líkt og starfs­regl­urn­ar gefa til kynna“. Væri feng­ur að því ef þetta lög­fræðiálit kæmi fram, sem for­sæt­is­nefnd kirkjuþings virðist hafa kyngt at­huga­semda­laust. Drífa er þó lík­leg­ast að vísa til „um­sagn­ar“ Agnes­ar, dag­sett 20. fe­brú­ar 2023, þar sem for­seta kirkjuþings var gerð grein fyr­ir stöðu Agnes­ar með væg­ast sagt ófull­komn­um hætti.

Sé sú raun­in er at­hygl­is­vert að sjá að tæpri viku áður, hinn 14. fe­brú­ar 2023, leitaði lög­fræðing­ur kirkjuþings, Guðmund­ur Þór Guðmunds­son, til Trausta Fann­ars Vals­son­ar dós­ents og fékk hann til að meta hæfi Agnes­ar í til­teknu starfs­manna­máli. Lög­fræðiálit Trausta Fann­ars, dag­sett 27. fe­brú­ar 2023, er áhuga­vert fyr­ir það að í inn­gangi bend­ir hann á að fyr­ir liggi í mál­inu at­huga­semd­ir um að bisk­up Íslands skorti al­mennt hæfi til að gegna embætti, þar sem Agnes hafi ekki verið kjör­in til þess í sam­ræmi við regl­ur. Síðan seg­ir í álit­inu: „Kirkjuþing hef­ur ekki óskað álits frá und­ir­rituðum um það álita­mál og er því ekki að því vikið í sam­an­tekt­inni.“ Er hér um at­hygl­is­verðan vitn­is­b­urð að ræða því á sama tíma og for­seti kirkjuþings var „iðulega að ræða tíma bisk­ups, hvenær hann væri út­runn­inn og hvort það þyrfti að efna til kosn­inga eða ekki“, er kirfi­lega sneitt hjá því að fá lög­fræðiálit um þann þátt máls­ins sem þó öllu skipt­ir. Vek­ur það grun­semd­ir en er þó með lík­ind­um.“

Kristinn segir að Drífa hafi jafnan reynt að hjálpa Agnesi til að sitja áfram í embætti. Hún hafi í því skyni gert samning við hana um áframhaldandi skipun til eins árs þó að hún vissi að sá samningur væri á gráu svæði. „Virðist sem Drífa liggi í raun ekki á liði sínu við Agnesi og víli jafn­vel ekki fyr­ir sér að feta gráa um­deil­an­lega stigu í því skyni,“ segir Kristinn og hefur efasemdir um að Drífa hafi sagt allan sannleikann í biskupsmálinu.