Iceland
This article was added by the user . TheWorldNews is not responsible for the content of the platform.

De Zerbi skilur ekki hvað er að hjá Chelsea – ,,Eiga skilið að vera með fleiri stig“

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, talaði aðeins vel um Chelsea í gær eftir leik liðanna í gær í deildabikarnum.

Brighton tapaði 1-0 gegn Chelsea sem eru úrslit sem koma einhverjum á óvart miðað við byrjun þess síðarnefnda á tímabilinu.

Mauricio Pochettino, stjóri Cheslsea, hefur ekki náð því besta úr liðinu hingað til og var mark gærdagsins það fyrsta sem var skorað í september.

De Zerbi er þó hrifinn af Pochettino sem og verkefninu hjá Chelsea og skilur ekki af hverju gengið hefur verið svo slæmt hingað til.

,,Þeir eiga skilið að vera með fleiri stig í deildinni, ég hef horft á marga af þeirra leikjum,“ sagði De Zerbi.

,,Við berum mikla virðingu fyrir Pochettino og Chelsea, þetta er frábært lið. Ég veit ekki hvert vandamálið er.“

Enski boltinn á 433 er í boði